Ferill 631. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 2087  —  631. mál.




Svar


utanríkisráðherra við fyrirspurn frá Birni Leví Gunnarssyni um áskrift að dagblöðum, tímaritum og öðrum miðlum.


     1.      Hvaða dagblöðum, tímaritum og öðrum miðlum er ráðuneytið og stofnanir og aðrir aðilar sem heyra undir það í áskrift að?
    Eftirfarandi tafla sýnir heiti dagblaða, tímarita og miðla sem ráðuneytið og sendiskrifstofur eru áskrifendur að.

Dagblöð, tímarit og aðrir miðlar Fjöldi áskrifta Heildarfjárhæð
á ári (ISK)
Aftenposten 2 165.751
AG Atuagagdliutit 34.779
Amtl. Handbuch des Dt. Bundestages 10.027
Austurrískt dagblað „Die Presse“ 70.533
Berlingske 111.275
Business Standard 5.398
China Daily 20.276
Dagens Nyheter, netáskrift 15.335
Dagens Næringsliv 104.207
Der Spiegel 29.486
Development Today 1 45.000
Die Welt, Welt am Sonntag, netáskrift 24.877
Dimmalætting 28.714
Diplomatisches Magazin 12.253
DV 3 107.640
Economist 6 222.242
EUobserver 94.736
Eurointelligence 10 266.792
Financial Express 6.747
Financial Times 5 434.329
Fish Magazine 21.547
Fiskeribladet 55.682
Foreign Affairs 1 7.000
Frankfurter Allgemeine Zeitung 73.943
Fréttablaðið 1 71.880
Haaretz 1 15.000
Handelsblatt 58.069
Helsingin Sanomat 64.586
Hindustan Times 3.218
Hufvudstadsbladet 63.480
Iceland Review 363.000
Icelandic Connection 3.758
Japan Times, dagblað 76.044
KOM, Iceland News Briefs 1 1.600.000
Le Figaro 56.426
Le Monde 2 59.746
Le Soir 16.181
Le Temps 73.591
Lebensmittel Zeitung 51.793
LinkedIn, áskrift 32.550
Lögberg-Heimskringla 7.493
Morgunblaðið 7 86.880
New Vision 1 88.000
Parlamentsbuchhandlung, Dip-listar 15.393
POLITICOPRO, vefáskrift að upplýsingaveitu ESB/Brexit 835.209
Politiken 124.501
Security Council Report 249.760
Sermitsiaq 34.779
Snara.is, orðabókavefur 55 285.520
Sosialurin 50.973
South China Morning Post 103.292
Stundin 1 23.880
Sunday Times
Svenska Dagbladet 85.361
The (Daily) Monitor, dagblað 88.000
The East African, vikublað 19.500
The Ecomomic Times 5.398
The Economist 9.851
The Globe and Mail 33.097
The Hindu 3.322
The Independent 40.000
The Mint 3.114
The New York Times 113.891
The Observer, vikublað 16.300
The Telegraph 47.287
The Times & Sunday Times 1.212
The Times of India 12.456
Viðskiptablaðið 8 479.520
Washington Post 41.711
Winnipeg Free Press 48.175

     2.      Hversu margar áskriftir eru að hverjum miðli?
    Í töflunni sem er svar við 1. tölul. fyrirspurnarinnar er tilgreindur fjöldi áskrifta þar sem við á, þ.e. þegar stakar áskriftir eru fleiri en ein. Í mörgum tilvikum er rafrænn aðgangur að miðlum og áskriftir sem veita fjölmörgum aðilum, t.d. ræðisskrifstofum vegna landkynningarmála og öllum starfsmönnum utanríkisþjónustunnar vegna aðgengis að gögnum, upplýsingum og greiningum. Í þeim tilvikum endurspeglast það í kostnaði við áskrift.

     3.      Hver er heildarfjárhæð áskriftar á ári fyrir hvern miðil?
    Í fyrrnefndri töflu er kostnaður á ári við hverja áskrift tilgreindur í íslenskum krónum.

    Alls fóru 30 vinnustundir í að taka þetta svar saman.